Upprisinn úr gröfinni eftir hálfa öld

http://www.fib.is/myndir/Grafinn1.jpg
Bíllinn er ekki alheill og tilbúinn til aksturs eins og vænst var, heldur mjög illa farinn eftir hálfa öld í gröfinni.

Þann 15. Júní 1957 var glænýr bíll af gerðinni Plymouth Belvedere, tveggja dyra hardtop lagður í steinsteypta gröf framan við borgarþinghúsið í miðborg Tulsa í Oklahoma. Þar skyldi bíllinn verða í hálfa öld. Ætlunin var að opna gröfina þann 15. júní 2007 þegar hundrað ár væru liðin frá því að Oklahomaríki var stofnað, og endurheimta þennan gulllitaða og hvíta gæðabíl, sem á sinni tíð þótti einn sá al-flottasti.

Gengið var frá bílnum í vatns- og loftþéttum umbúðum sem áttu að varðveita hann í upprunalegu ástandi í þessi 50 ár. Þegar gröfin var svo opnuð sl. föstudag kom í ljós að vatn hafði komist í hana og stóð bíllinn í um meters djúpu vatni og ekki nóg með það - umbúðirnar um bílinn höfðu ekki haldið og hann er í mjög slæmu ástandi.

Þegar svo bíllinn var hífður upp úr gröfinni og umbúðirnar teknar utan af honum kom í ljós að sætin og allar innréttingar voru gersamlega ónýt og bíllinn orðinn mjög tærður af ryði og þykkt leðjulag á honum og í honum öllum. Vonbrigðin urðu því mikil.

Með bílnum var árið 1957 settur í gröfina stálhólkur með bandaríska fánanum, bankabók með 100 dollurum, bréf frá ýmsum embættismönnum borgarinnar og blessunar- og guðsorð frá klerki nokkrum. Allt þetta reyndist óskemmt, en dunkur með bensíni og kassi af Schlitz-bjór sem var í skottinu á bílnum var hvorttveggja sundurtært og ónýtt.
http://www.fib.is/myndir/Grafinn6.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Grafinn2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

http://www.fib.is/myndir/Grafinn3.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Grafinn4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/Grafinn5.jpg