Úrskurðanefnd Bílgreina

Á síðasta ári var formlega kynnt að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði samþykkt formlega Úrskurðarnefnd bílgreina samkvæmt lögum um frjálsa úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Nú hefur nefndin formlega hafið störf. Úrskurðarnefnd bílgreina tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem samþykktir gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.

Slík mál munu þ.a.l. ekki lengur fara fyrir Lausafjár- og þjónustukaupanefnd, eins og hefur verið hingað til, heldur eru sérfræðingar á sviði bílgreinarinnar sem fara yfir og úrskurða í slíkum málum. Með því að stofna þessa nefnd er það mat Bílgreinasambandsins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda að faglegar niðurstöður í deilumálum er snúa að bílgreininni ættu að liggja fyrir.

Heimasíða nefndarinnar er farin í loftið og er hægt að nálgast hana hér.