USA-ríkið selur GM hlutabréf

Bandaríska seldi á þriðjudag  hlutabréf sem það átti í General Motors fyrir 3,8 milljarða dollara. Eftir söluna á ríkið 7,3 prósenta hlut í GM.

Eignarhald ríkisins á hlutum í GM eru að stærstum hluta frá árinu 2009 þegar GM var við það að fara á hausinn. Ríkið kom þá til bjargar með ýmsu móti, m.a. með því að kaupa ný hlutabréf í félaginu. Alls er ríkið nú búið að selja 110 milljón hluti í GM á þessu ári og ætlar að vera búið að losa sig við öll hlutabréf sín fyrir apríl nk..

Þegar kauphöllinni í New York var lokað sl. þriðjudagskvöld stóð hver hlutur í GM í 36,71 dollurum. Ef það verð helst stöðugt fram í apríl nk. mun það þýða að ríkið hafi tapað um það bil 10 milljörðum dollara á því að bjarga GM frá gjaldþroti. Talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins sagði nýlega að tapið myndi að öllum líkindum verða 15 milljarðar dollara. En þar se tilgangur björgunaraðgerðanna hafi ekki verið til að græða heldur til að bjarga störfum frá því að glatast.