Valmet í Finnlandi byggir Fisker tengiltvinnbíl

http://www.fib.is/myndir/MrFisker.jpg
Henrik Fisker við bílinn sinn.

Bíla og traktoraverksmiðjan Valmet í Finnlandi mun framleiða nýjan ofurbíl –tengiltvinnbílinn Fisker Karma fyrir Bandaríkjamarkað fyrst en síðan Evrópumarkað einnig. Samningar um þetta voru undirritaðir og frágengnir sl. fimmtudag. Byggðir verða 15 þúsund bílar á ári og framleiðslan hefst  á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Valmet hefur undanfarin ár byggt sportbílana Boxter og Cayman fyrir Porsche en samningar um þá framleiðslu renna út í árslok 2011 og framleiðslan flyst til Steyr í Austurríki.http://www.fib.is/myndir/Fisker-Karma.jpg

Fisker er nýtt bílamerki og ber sama nafn og stofnandinn og hönnuðurinn, Daninn Henrik Fisker. Henrik Fisker er einn mest metni bílahönnuður samtímans. Meðal bíla sem hann hefur hannað eru Aston Martin og BMW Z8.

Fisker Karma er rafbíll með líþíumrafhlöðum og öflugum rafmótor sem skilar aflinu til afturhjólanna. Rafhlöðurnar eru hlaðnar með því að stinga bílnum í samband við heimilisrafmagnið og tekur nokkrar klukkustundir að fullhlaða tóma geymana. Bíllinn kemst um 80 km á rafhleðslunni einni en þegar lækkar tekur á þeim fer ljósamótor í gang. Miðað við fullhlaðna geyma og fullan eldsneytistank fyrir rafstöðina í bílnum á hann að geta komist allt að 1000 kílómetra.