Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi

Nú er farið að hausta og FÍB minnir eigendur þeirra hjólhýsa, fellhýsa, tjaldvagna og húsbíla sem eftir á að færa til skoðunar, að  frá og með 1. október nk. leggst á vanrækslugjald sbr. 7 gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári.  Má einnig minna fornbíla-, bifhjóla-, fornbifhjóla- og létt bifhjóleigendur á þessi vanræklugjöld.

Hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna skal færa til skoðunar fyrir 1. október fjórum árum eftir skráningu og síðan á tveggja ára fresti.

Fornbifreiðar og fornbifhjól skal færa til skoðunar fyrir 1. ágúst annað hvert ár.

Félagsmenn FÍB njóta 15-20% afsláttar af skoðunargjaldi hjá Frumherja, Aðalskoðun og Tékklandi.
Skoða afslátt af skoðunargjaldi

Nánar um vanrækslugjald