Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi

Nú er farið að hausta og eru eigendur þeirra hjólhýsa, fellhýsa, tjaldvagna og húsbíla sem eftir á að færa til skoðunar, að frá og með 1. október nk. leggst á 15.000 kr. vanrækslugjald sbr. 7 gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári. 

Má einnig minna fornbíla-, bifhjóla-, fornbifhjóla- og létt bifhjóleigendur á þessi vanræklugjöld. Félagsmenn FÍB njóta 15-20% afsláttar af skoðunargjaldi hjá Frumherja, Aðalskoðun og Tékklandi.

Úrræði til að forðast álagningu vanrækslugjalds:

1. Með því að leggja skráningarmerki ökutækis inn hjá Samgöngustofu eða skoðunarstöð. Ef ökutæki verður ekki notað eða er eða verður óskoðunarhæft til lengri eða skemmri tíma má leggja inn skráningarmerki þess, þ.e. fjarlægja þau af ökutækinu og afhenda í skoðunarstöð eða hjá Samgöngustofu.

2. Tímabundin skráning ökutækis úr umferð. Nálgast má beiðni um tímabundna skráningu ökutækis úr umferð á vef Samgöngustofu. Sé fallist á beiðni fær umsækjandi sendan miða til að líma á skráningarmerki ökutækisins með áletruninni "Notkun bönnuð". Einnig má óska tímabundinnar skráningar úr umferð í næstu skoðunarstofu.