Veðjað á dísilsigur í Le Mans

The image “http://www.fib.is/myndir/Audi.R10.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Trúlega þarf danski Audi-ökuþórinn Tom Kristensen og félagar hans sjaldnar að stansa í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans í sumar til að taka eldsneyti þar sem Audi teflir fram dísilbíl að þessu sinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem  dísilbíl er teflt fram í keppni í bílasportsinu í heiminum fyrir utan kappakstur á trukkum.
Audi dísilbíllinn nefnist R 10 og leysir hann af hólmi fyrri bíl sem nefndist R 8. Vélin í honum er 12 strokka, 5,5 lítra og 650 hestafla og togið er svo mikið að trukkabílstjórar verða grænir í framan af öfund – hvorki meira n é minna en 1.100 Newtonmetrar. R10 verður því með eina öflugustu dísilvél sem enn hefur verið sett í bíl.
Audi kynnti þennan ofur-dísilbíl sinn í París þann 13. des. sl. Wolfgang Ullrich  yfirmaður Audi Motorsports sagði við það tækifæri að R 10 bíllinn væri flóknasta verkefni Audi í bílasportinu hingað til. Túrbínudísilvél hefði aldrei fyrr verið þolprófuð út til ystu marka áður. Audi væri fyrstir til þess og það gerði meiri kröfur til manna en ella.
E 10 píllinn verður prófaður umtalsvert áður en Le Mans keppnin brestur á í júnímánuði og meðal þeirra þrekrauna sem honum eru ætlaðar fram að keppninni er 12 tíma kappaksturskeppni á Sebring-brautinni í Bandaríkjunum í marsmánuði.
Sú ákvörðun Audi að tefla fram dísilvél í Le Mans þykir hyggileg í tvennnum skilningi. Hún mun afla Audi mikillar reynslu og þekkingar í smíði dísilvéla, en líka auka hróður dísilvéla í venjulegum fólksbílum. Um það bil helmingur þeirra fólksbíla sem Audi framleiðir í dag eru með dísilvélum.