Vefsíða hjá Volkswagen sem upplýsir neytendur

Félagsmaður í FÍB sendi okkur póst með upplýsingum um vefsíðu sem Volkswagen í Þýskalandi hefur sett upp.  VW-eigendur geta slegið inn verksmiðjunúmer bíla sinna til að kanna hvort bíllinn sé með búnað til að svindla á mengunarmælingu.

Smelltu hér

Þar sem niðurstaðan er á þýsku þá er nóg að horfa eftir því hvort það komi upp EA 189. Ef sú tegund vélar kemur upp er bílinn með þessum búnaði.Til að geta notað vefsíðuna þarf fyrirspurnar tölvan að ráða við Flash-efni á vefsíðum.  

http://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/okutaekjaskra/uppfletting

Hér geta menn slegið inn bílnúmerið og fengið upp verksmiðjunúmerið og afritað það síðan beint á síðu VW