Vefverslun FÍB hefur verið opnuð
21.10.2005
Í dag, föstudaginn 21. október var opnuð vefverslun FÍB. Í vefversluninni geta allir keypt hverskonar varning á góðu verði en félagar FÍB fá þar til viðbótar verulegan félagsmannaafslátt.
Vefverslunin er enn ein nýjungin í félagsstarfi FÍB og til þess hugsuð að veita félagsfólki sífellt betri og meiri þjónustu. Til að byrja með verður aðaláherslan lögð á barnabílstóla og öryggisbúnað fyrir börnin í bílnum auk hverskonar ferðagagna eins og úrvals ferðakorta og ferðahandbóka í miklu úrvali. Vöruúrvalið verður smám saman aukið og verða nýjungar í vöruvali auglýstar sérstaklega hér á fréttavef FÍB jafnharðan.
Þú kemst inn í vefverslunina með því að smella á orðið Vefverslun í bláa borðanum hér ofan við fréttafyrirsagnirnar. Þá kemur upp síða með því nýjasta sem vefverslun FÍB hefur á boðstólum. Til vinstri er svo valmynd fyrir einstaka vöruflokka. Það er afar auðvelt að versla í vefverslun FÍB og þegar gengið hefur verið frá kaupum kemur varan heim til þín með Íslandspósti.