Vegagerðar appið aflagt

Vegagerðarappið verður lagt niður þar sem notkun þess stóðst engan vegin væntingar og kostnaður er töluverður. Bæði er nokkur kostnaður við rekstur appsins og einnig við óhjákvæmilega áframhaldandi þróun til að viðhalda því. Notendur kjósa frekar að nota vef Vegagerðarinnar fyrir þessar upplýsingar. 

Fyrir nokkrum árum bjuggu nokkrir háskólanemar til app (smáforrit) fyrir Vegagerðina. Appinu var ætlað að miðla upplýsingum í snjalltæki vegfarenda um færð á vegum, vegalengdir o.fl.

Notkun á þessu appi hefur því miður ekki verið mikil og virðist sem notendur kjósi frekar að nota vef Vegagerðarinnar. Rekstur appsins kostar töluverðar upphæðir en reka þarf sérstakar þjónustur til að fæða appið með upplýsingum Auk þessa er fyrirliggjandi að leggja þarf í töluverða vinnu til að viðhalda appinu ef nota ætti það lengur.

Þegar horft er til notkunar er engan vegin forsvaranlegt að halda rekstri Vegagerðar Appsins áfram lengur. Því hefur verið ákveðið að afleggja appið og mun það smá saman hverfa úr umferð. Fyrst lokast fyrir nýjar uppsetningar en þegar frá líður hverfur appið alfarið úr tækjum notenda og viðkomandi þjónustur hætta að senda frá sér upplýsingar.