Vegfarandi lést þegar hann varð fyrir sjálfkeyrandi bíl

Kona í Arizona í Bandaríkjunum lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bifreið í vikunni. Þetta er fyrsta banaslysið þar sem gangandi vegfarandi verður fyrir sjálfkeyrandi bíl sem var á vegum akstursþjónustunnar Uber.

Konan var að fara yfir götu við gangbraut þegar slysið átti sér stað. Bíllinn var á sjálfstýringu og sat ökumaður við stýrið. Hópur sérfræðinga vinnur að rannsókn slyssins.

Málið er reiðarslag fyrir Uber sem hefur í kjölfar slyssins stöðvað tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og Kanada.