Verð á eldsneyti lækkar í Svíþjóð

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði verulega á þriðjudagsmorgun í Svíþjóð. Bensínlítrinn þar í landi kostar 19,98 sænskar krónur eftir lækkunina. Þetta var í fyrsta skipti eftir innrás Rússa í Úkraínu sem verðið fer undir 20 krónur sænskar sem samsvarar um 280 íslenskar krónur. Verðið á dísilolíu er nú 24,71 sænskar krónur lítrinn en hann kostaði yfir 27 krónur um miðjan júní.

Í fréttum frá Svíþjóð segir að ástæða lækkunarinnar er áframhaldandi lækkandi olíuverð. Brent hráolía, sem þjónar sem viðmið, var á 99,25 dali tunnan á þriðjudag eftir að hún kostað 120 dali fyrri hluta júnímánaðar. Sögulega séð er olíuverðið þó enn mjög hátt.

Þann 1. maí á þessu ári var orkugjald á bensín og dísilolíu lækkað tímabundið í Svíþjóð um jafnvirði 1,05 króna á lítra. Verði lækkunin ekki framlengd verður skatturinn hækkaður aftur 1. október.