Verðkönnun á rúðuvökva

Verðkönnun FÍB á rúðuvökva, smelltu hér

FÍB hefur gert verðkönnun á rúðuvökva og reiknað út lítraverð miðað við -9 gráðu frostþol.  Daginn sem verðkönnunin var framkvæmd var rúðuvökvinn sem fæst í Bauhaus á hagstæðasta verðinu eða 51 króna á lítra. Út frá frostþolsforsendunni er verðmunur milli dýrasta vökvans og þess ódýrasta 235 prósent. Meðalverðið á rúðuvökva í könnuninni er 120 krónur á lítra miðað við -9°C frostþol en sá dýrasti fæst  hjá Olís og þar er lítraverðið 171 króna.