Verðkönnun ASÍ á þjónustu við dekkjaskipti

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands birti í dag á heimasíðu ASÍ nýja könnun á kostnaði neytenda við að skipta út vetrardekkjum fyrir sumardekk.  Verðkönnunin var framkvæmd hjá 21 hjólbarðaverkstæði víða um landið þann 8. apríl sl.

Titancar bílaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið á þjónustunni eða frá 4.000 krónum fyrir skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á smábíl og upp í 5.500 krónur fyrir jeppa.  Gúmmívinnustofan SP dekk við Skipholt í Reykjavík var oftast með dýrustu þjónustuna eða frá 7.195 krónum fyrir smábíl á stálfelgum upp í 13.195 krónur fyrir jeppa á álfelgum.

Sérstaka athygli vekur hversu margir þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa verðlagseftirlit ASÍ um verð þjónustunnar hjá sér.   Eftirtalin fyrirtæki neituðu að veita upplýsingar:  N1 Fellsmúla,  Hjólbarðaverkstæði Heklu, Klettur, Borgardekk VDO, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Hjólbarðaþjónusta  Magnúsar, Bílaáttan, Sólning, Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar, Toyota Selfossi, Smurstöðin Klettur og Bifreiðaverkstæði SB.

Nánar um könnunin á heimasíðu ASÍ