Verðlækkun á eldsneyti í dag

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa-fram.jpg

Með vísan í frétt okkar í gær hér á undan – af eldsneytisverðhækkunum hjá N1 og Skeljungi í gær, þá héldu verðbreytingar á íslenska eldsneytismarkaðinum áfram í dag, föstudag. 

Seint í gær og í morgun hækkuðu önnur félög líka bensínið um 4 krónur á lítra eða sömu upphæð og Skeljungur í gær. En eftir hádegi í dag dró N1 helminginn af sínum hækkunum til baka með því að lækka bensínverðið um þrjár krónur og dísilolíuverðið um tvær krónur lítrann. Raunhækkun félagsins nú miðað við fyrir hækkun í gær er því þrjár krónur á bensínlítrann og tvær krónur á dísillítrann.

Þegar þessi frétt var rituð höfðu önnur olíufélög ekki farið að dæmi N1 og  lækkað bensíðnið hjá sér um 1 krónu á lítra en líklega munum við sjá verðbreytingar hjá hinum félögunum í kjölfar þessarar verðbreytingar N1.

Sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá N1 eftir þessa helmings-afturköllun hækkunarinnar í var eftir hádegið í dag, föstudag kr. 144,40 lítrinn. Sjálfsafgreiðsluverð á dísilolíu var 167,80 kr. lítrinn.

Ego, dótturfélag N1 breytti verðlagningu hjá sér í kjölfar lækkunar móðurfélagsins. Þar kostar nú bensínlítrinn kr. 142,80 og dísilolían kr. 166,20 hver lítri. Eftir þessar verðbreytingar hjá Ego er bensínið þar  um 1 kr. ódýrari en hjá sjálfsafgreiðslufélögunum Atlantsolíu og Orkunni og dísilolían um 2 kr dýrari hjá Ego en samkeppnisfyrirtækjunum.

Hjá Skeljungi og Olís var sjálfsafgreiðsluverð bensíns kr. 145,40 og dísilolíunnar kr. 165,80 lítrinn.

En með vísan til fréttarinnar hér á undan þessari, um hækkandi álagningu olíufélaganna þá birtum við hér graf yfir þróun heimsmarkaðsverðs og álagningar á eldsneytið. Það segir sína sögu.


http://www.fib.is/myndir/Alagning09-3.jpg