Verðlækkun hjá Bílabúð Benna

http://www.fib.is/myndir/Porsche_cayenne.jpg
Porsche Cayenne.

Gengi íslensku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum okkar helstu viðskiptalanda er nú óvenju hátt. Þannig er miðgengi dollars nú einungis kr. 59,16, miðgengi sterlingspunds er rétt tæpar 122 krónur og miðgengi evru er kr. 81,72. Verð á nýjum bílum hefur ekki þótt fylgja gengi krónunnar undanfarið, en í gær gerðist það loks að eitt bílaumboðanna, Bílabúð Benna reið á vaðið og lækkaði verð á nýjum bílum um 3-5%. Bílabúð Benna flytur inn Chevroletbíla frá S. Kóreu og víðar, Daewoobíla, einnig frá S. Kóreu og Porsche frá Þýskalandi. Morgunblaðið greindi frá þessu nú í morgun.

Mörg hinna bílaumboðanna hafa undanfarið verið að bjóða ýmsa afslætti en verðlistaverð hafa ekki sjáanlega verið að breytast í takti við breytingar á gengi krónunnar uppávið að undanförnu. Eftir að Bílabúð Benna reið á vaðið með lækkunina nú, er ekki ólíklegt að ný listaverð muni líta dagsins ljós víðar á næstunni.