Framleiðsla hjá Toyota að ná jafnvægi eftir skjálftann

Bílaverksmiðjur Toyota eru smám að koma jafnvægi á framleiðslu sína eftir jarðskjálftann að stærðinni 7,5 sem reið yfir á nýársdag í Ishikawa-héraði á vesturströnd Honshu, stærstu og fjölmennustu eyju Japans. Margir birgjar Toyota og samstarfsaðilar þeirra eru á áhrifasvæðum skjálftans.

,,Um helgina höfðu um 80% af 200 fyrirtækjum með verksmiðjur á skjálftasvæðinu hafið framleiðslu á ný eða myndu hefjast aftur fljótlega,“ sagði iðnaðarráðherrann Ken Saito í samtali við fjölmiðla.

Staðfest hefur verið að yfir 100 hafi látist og yfir 200 er enn saknað eftir að skjálftinn reið yfir Noto-skagann, á strönd norðvestur af Tókýó.