Verum bjartsýn og sýnileg í skammdeginu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land.

Landsmenn eru duglegir að hreyfa sig úti, sérstaklega núna í samkomubanni, og í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og notkun endurskinsmerkja því nauðsynleg.

Félagar í björgunarsveitum og slysavarnadeildum um allt land koma að dreifingunni og fylgja öllum sóttvarnareglum. Hægt er að panta merki á www.landsbjorg.is og fá send í pósti en einnig er hægt að senda póst á landsbjorg@landsbjorg.is eða hringja í s. 570-5900 og óska eftir að sækja merki í björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð 14.

Verum ljóslifandi í umferðinni með Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofu.