Vetnisrafbílar til Norðurlanda 2014

Í gær, þriðjudag, var undirrituð í Kaupmannahöfn viljayfirlýsing (Memorandum of Understanding, MoU) milli bílaframleiðandanna Toyota, Nissan, Honda og Hyundai og fulltrúa Norrænu þjóðanna Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Samkomulagið snýst um það að innleiða vetnisrafbíla og byggja upp innviði fyrir þá (vetnisstöðvar) á árunum 2014-2017. Það mikilvægasta við samkomulagið er að bílaframleiðendur sjá Norðulöndin sem lykilsamstarfsaðila þegar kemur að innleiðingu vetnisrafbíla á árunum eftir 2014. Mikilvægt er að hefja undirbúning slíkrar innleiðingar snemma þar sem byggja verður upp innviði til dreifingar á vetni og mikilvægt er að bæði einka- og opinberi geirinn starfi saman við slíka uppbyggingu. 

Öll stóru bílafyrirtækinn í heiminum hafa lýst yfir að raðframleiðsla vetnisrafbíla verði raunveruleiki 2015 og þá muni síkir bílar verða litlu dýrari en sambærilegir bensín/dísel bílar. Með þessu samkomulagi hafa bílaframleiðendurnir staðfest þessar áætlanir. Þróun rafbíla hefur verið mjög hröð á undanförnum árum og ljóst að rafknúnar samgöngur verða mikilvægur þáttur í framtíðarsamgöngukerfum. Bílaframleiðendur sjá Norðurlöndin sem mikilvægan þátttakenda í slíkri innleiðingu þar sem flest löndin eru að auka framboð á endurnýjanlegri orkuframleiðslu.

Rafgeymabílar og vetnisrafbílar hafa mismunandi eiginleika og því líklegt að báðar gerðir verði hluti af framtíðarsamgöngukerfinu. Það að bílaframleiðendur leggi jafn mikla áherslu á slíka bíla eru frábærar fréttir fyrir Ísland og stórauka líkur á því að vistvæn orka frá jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum geti knúið alla bíla þjóðarinnar í komandi framtíð og ekki svo fjarlægri. Sjá einnig frétt í AM&S í Svíþjóð um málið.