Vetrardekkjakönnun FÍB

Vetrardekkjakönnun FÍB er komin út og aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB. Könnunin er unnin upp úr dekkjaprófunum sem félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og stóð straum að.

Í þessari könnun NAF spannar vetrardekkjakönnunin að mestu leyti til dekkja sem eru gerð til að mæta vetraraðstæðum á norðlægum slóðum. Þeir aðilar sem komu að könnuninni eru sérfræðingar á sínu sviði og hafa í mörg ár unnið samslags kannanir. Prófanirnar fara fram á svæðum þar sem hægt er að stjórna nákvæmlega öllum aðstæðum.

16 mismunandi dekk frá ellefu framleiðendum

Rannsakaðir voru margvíslegir eiginleikar dekkjanna í mismunandi vetraraðstæðum. Prófuð voru 16 mismunandi dekk frá ellefu framleiðendum, átta nagladekk og átta ónegld vetrardekk.  Átta dekin voru framúrskarandi en sum fengu falleinkunn. Í fyrsta skipti eru jepplinga- eða SUV-dekk könnuð í vetrarakstri.

Prófin á dekkjunum fara fram eftir ströngustu reglum og þau prófuð á mismunandi fleti – prófunarhring eftir prófunarhring. Prófanir fara fram bæði utan- og innahúss eftir ýtrustu reglum við aðstæður sem ökumenn þurfa að kljást við í vetrarakstri.

Könnun sem þessi er ekki síst framkvæmd til þess að bifreiðaeigendur geti auðveldað val sitt á hjólbörðum fyrir veturinn sem fram undan er enda framboðið töluvert í þeim efnum.

Það sem öðru máli skiptir er að ökumenn skoði vel hvaða dekk eru í boði og gefi sér góðan tíma til að komast að endanlegri niðurstöðu.

Könnunin er tvímælalaust góð leiðsögn í dekkjakaupum og léttir undir leitina að góðum og traustum dekkjum sem veita hverjum og einum öryggi. Ekki síst dekk sem hæfa þínum vetraraðstæðum og þinni bifreiðanotkun hverju sinni.