Vetrardekkjakönnun FÍB 2017/2018

Ný vetrardekkjakönnun FÍB
Ný vetrardekkjakönnun FÍB

Ný könnun á gæðum vetrarhjólbarða er komin á vef FÍB og er aðgengileg félagsmönnum.

Könnunin nær til vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru gerðir til aksturs í vetrarríki norðlægra slóða. Könnuð eru afköst þeirra í slíkum aðstæðum og vega eiginleikar hjólbarðanna í hálku og snjó, bæði negldra og ónegldra, því þungt í könnuninni. Nánar má lesa um margvíslega getu og eiginleika hjólbarðanna úr  töflum í könnun þessari og síðan að velja sér þá tegund og gerð sem best hentar þeim aðstæðum á helsta aksturssvæði viðkomandi ekils. 

Tvær ódýrar dekkjategundir frá Póllandi og S.Kóreu skjótast í þessari könnun upp í flokk úrvals vetrardekkja þar sem velþekkt gæðamerki  hafa lengstum verið og eru enn.

Ath. félagsnúmerið finnur þú framaná FÍB skírteininu þínu. 

Hér geta félagsmenn nálgast könnunina