Við sjáum ekki svona verðmun í nágrannalöndunum

Eldsneytisverð hefur ekki verið eins hátt hér á landi síðan 2012. Heimsmarkaðsverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og hafa íslenskir neytendur ekki farið varhluta að því. Um þessar mundir kostar bensínlítrinn á flestum bensínstöðvum rúmar 270 krónur. Á bensínstöðvum í nálægð við Costco í Garðabæ er verðið aftur á móti í kringum 230 krónur. Þess má geta að í maí í fyrra kostaði bensínlítrinn 194 krónur.

Í Speglinum, fréttaskýrendaþætti á RÚV í gær , sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að hækkun á eldsneyti legðist þungt í félagsmenn. Við heyrum mikið frá félagsmönnum sem kvarta sárann. Sýnu verst væri þetta í hinum dreyfðari byggðum sem ekki væri aðgangur að ódýrara eldsneyti sem að hluta til væri í boði á höfuðborgarsvæðinu.

,,Áhrif Costco hafa haft jákvæð áhrif á það svæði og einnig á Akureyri. Að öðru leyti eru þessi háu verð í gangi í hinum dreyfðari byggðum. Við sjáum verulegan verðmun, ódýrasta verðið er í kringum 230 krónur og hæstu verðin í tæpar 275 krónur. Sem dæmi hefur verðið á lítranum verið að hækka hjá N1 frá áramótum um 48 krónur. Ef við hugsum þetta í enn frekari stærðum þá kostar orðið 2000 krónur meira að fylla á venjulegan bíl um þessar mundir miðað við sem það kostaði. Fyrir fjölskyldu er þetta útgjaldahækkun sem nemur um 70-100 þúsund yfir árið,“ sagði Runólfur Ólafsson.

Runólfur sagði það ekki óeðlilegt að einhver verðmunur væri en þegar hann orðinn þetta mikill er hann óeðliegur.

,,Við sjáum ekki svona verðmun í nágrannalöndunum. Við sjáum það á höfuðborgarsvæðinu að það er mikið að gera á þessum stöðvum sem bjóða ódýrara verðið á meðan hinar stöðvarnar eru nánast tómar. Miðið við fjárbindingu og fjármagnskostnað þá er allan eðlilegt að reyna að  lokka til sín viðskipti og þá í leiðinni að auka hagræðingu og fækka stöðvum.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sagði í umræddum þætti ástæður hækunnar á eldsneyti væru þær að efnahagskerfi heimsins eru að ranka við sér eftir Covid-19 þar sem búið var að skera niður framleiðslu OPEC. Nú eru bara birgðir að minnka og efnahagskerfi heimsins eru að taka hraðar við sér en margir áttu von á. Það verður til þess að birgðir minnka og OPEC hefur ekki aukið framleiðsluna í takt við það og við það myndast verðpressa.

Hinrik Örn sagði ennfremur að ákveðnar markaðsaðstæður hefðu skapast í kringum Costco án þess að vilja tjá sig mikið um það. Rekstur okkar gæti ekki staðið undir þeirri verðlagningu sem á sér stað þar. Við flytjum okkar eldsneyti sjálf inn, geymum það í tönkum um allt land og dreifum því um allar byggðir landsins. Við gætum ekki boðið upp á þessa þjónustu, sem við gerum með myndarbrag, með þeirri verðlagningu sem Costco býður upp á. Við reynum hins vegar að mæta þessum aðstæðum og bjóða okkar dyggu viðskiptavinum eins sambærileg kjör og við getum á nálægðum stöðum.

Nánari umfjöllun um málið í Speglinum má nálgast hér.