Vinna að bættu aðgengi fyrir sænska rafbílaeigendur

Sett hefur verið á laggirnar nefnd sem sænska orkustofnunin stýrir til vinna að lausnum sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fyrir rafbílaeigendur þar í landi. Ljóst er að aðgengi til hleðslu í fjölbýlishúsum er skammt á veg komið. Fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlaða bílinn heima eða í vinnunni draga kannski á langinn að ráðast í kaup á rafbíl.

Sænska ríkisstjórnin leggur á það áheslu að nefndin leggi fram tillögur í þessum efnum eigi síðar en 30. ágúst á þessu ári. Brýnt sé að finna lausnir og bæta aðgengi rafbílaeigenda sem allra fyrst.

Sænski orkumálaráðherrann, Anders Ygeman, segir það sjálfsagða kröfu að allir ættu að eiga gott aðgengi til hleðslu á rafbílum. Við sjáum hindranir og það er hlutverk nefndarinnar að koma með lausnir til framtíðar litið.

Hlutdeild nýorkubíla í Svíþjóð eykst jafnt og þétt í Svíþjóð en í fyrra voru þeir orðnir 42% af heildarsölu bíla í landinu.