Vinningurinn í páskaleik FÍB genginn út

Dregið hefur verið í páskaleik FÍB og upp kom nafn Lilju Sesselju Steinþórsdóttur.

Lilja Sesselja hlýtur því páskaglaðning FÍB sem er tankfylli af eldsneyti á heimilisbílinn að verðmæti 15.000 krónur, FÍB sjúkrataska til að hafa í bílnum og ennfremur páskaegg, eitt kíló að þyngd.

Um leið og við óskum Lilju Sesselju til hamingju með vinninginn, óskum við henni, öllum þeim sem þátt tóku í leiknum og félagsmönnum öllum, gleðilegra og hamingjuríkra páska.