Vinsældir Ford Mustang um allan heim

Ford Mustang er að gera það gott um þessar mundir en þessi bílategund sem flestir kannast við var mest seldi sportbíllinn í Evrópu á síðasta ári. Alls seldust yfir 15 þúsund bílar af tegundinni í Evrópu en yfir 150.000 bílar á heimsvísu.

Bretar virðast hrifnir af Ford Mustang en þar í landi seldust yfir fjögur þúsund bílar. Vinsældir bílsins eru ennfremur þó nokkrar í austur-Evrópu sem og í Kína þar sem hann selst feiknalega vel.

Framleiðendur bílsins hugsa gott til glóðarinnar og eru vonir bundnar við góðri sölu áfram um allan heim á þessu ári.