Vinsældir nýorkubíla vaxa jafnt og hratt

Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu fara vinsældir nýorkubíla vaxandi hér á landi. Hlutdeild tengiltvinnbíla er stærstur í nýskráningum fólksbíla og rafbílar koma þar næstir á eftir. Það sem af er árinu hafa fleiri nýorkubílar verið skráðir hér á landi en bílar sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu. Mikil hugarfarsbreyting í þessum málum hefur átt sér stað á meðal almennings og þá hafa stjórnvöld lét á gjöldum og álögum hjá þeim sem hyggja kaup á nýorkubílum.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að síðustu tvö árin hafi orðið gerbreyting við kaup fólks á bifreiðum. Ef fram haldi sem horfi muni áform stjórnvalda um að banna sprengihreyfilsbíla frá 2030 gerast á náttúrulegan hátt. Þá gefi hröð þróun á rafbílum vonir um að framleiðslukostnaður þeirra verði kominn á svipaðan stað og við framleiðslu á hefðbundnum sprengihreyfilsbílum eftir um 5-6 ár.

Runólfur segir ennfremur í viðtalinu við Morgunblaðið að eftirgjöf á vörugjöldum og virðisaukaskatti hérlendis hafi haft mikið að segja. Þannig leggist vörugjöld ekki á almenna rafbíla, sem séu ekki með neinn CO2 -útblástur. Hið sama eigi að nokkru leyti við um tengiltvinnbíla. Þessir bílar fái einnig eftirgjöf af virðisaukaskatti.

 „Staðan hefur verið sambærileg við það sem var fyrir tæpum 90 árum þegar FÍB var stofnað. Þá var eitt helsta baráttumálið að hægt væri að fá eldsneyti í öllum landsfjórðungum. Þetta er sama staða og er núna; spurning um áhyggjulaust aðgengi að orku. Í þeim efnum hefur verið ákveðin og jákvæð uppbygging, en töluvert meira þarf að gera svo hægt sé að ganga að raforkunni vísri. Nánast allir bílaframleiðendur horfi á raforku sem meginorkugjafa til framtíðar. Miklir fjármunir fari í þróun og nýsköpun og á næstu árum muni rafhlöður verða endingardrýgri og léttari heldur en nú sé. Þegar hafi orðið mikil breyting og rafbílar séu orðnir langdrægari heldur en fyrstu rafbílarnir sem komu á markað. Þá hafi rafhlöður enst mun betur en menn hafi áætlað. Almennt sé fólk orðið meðvitaðra um orkuskipti í samgöngum á landi,“ segir Runólfur Ólafsson í viðtalinu við Morgunblaðið.