,,Virtual“-líf Y-kynslóðar

Chrysler Portal Concept.
Chrysler Portal Concept.

Hún er kölluð Y-kynslóðin, sú sem fæddist um síðustu aldamót og er nú orðin nokkurnveginn fullorðin.  Þessi kynslóð er sú fyrsta í sögu mannkyns sem hefur alla sína tíð lifað með tölvum og í raun lifir hún lífi sínu í tölvum.

Hvar sem við sjáum fólk af Y-kynslóðinni – úti á götu á gangi - í strætó - á veitingahúsum, grúfir það sig ofan í snjallsíma sinn sem í raun er fullkomin nettengd tölva. Þar fer líf Y-kynslóðarinnar fram að miklu leyti. Þar finnur fólkið Laugaveginn, Alþingishúsið,  Skólavörðuholtið, Þingvelli, Bláa lónið, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss og tekur svo sjálfsmynd (selfie) við fossinn, hverinn, bygginguna. Myndin geymir minninguna í tölvunni (snjallsímanum). Upplifunin var þannig fyrst og fremst og er og verður í tölvunni. Þar er sjálft lífið.

Við sáum þetta svo skírt í fréttinni af unga manninum sem tók við bílaleigubíl í Leifsstöð og ætlaði á hótel við Laugaveg í Reykjavík en stansaði loks á Laugarvegi á Siglufirði. Við sáum þetta líka í fréttinni af kínversku stúlkunum sem óku bílaleigubíl sínum út af veginum og út í ána í stað þess að aka yfir brúna. Skýringin var sú að GPS-ið í farsímanum sýndi beygju til hægri og til hliðar við brúna yfir lækinn. Farsíminn hlaut að að vera marktækari en eigin augu og skynsemi.

Bílar fyrir Y-kynslóðina

Árið 2015 sýndi Mercedes hugmyndabílinn Vision Tokyo, sérstaklega hugsaðan fyrir árþúsundamótakynslóðina – Y-kynslóðina og á árlegri tæknisýningu í Las Vegas sem nú stendur yfir, sýnir Chrysler annan slíkan sem nefnist Portal Concept. Þetta er rafknúinn smárúta með öllum nýjasta og besta fjarskiptabúnaði og sjálfkeyrslutækni. Að innan á bíllinn að vera einskonar framlenging af heimilinu með öllum þess þægindum, hljómtækjum og samskiptabúnaði. Í honum er átta tengistöðvar fyrir tölvur og/eða farsíma svo allir í bílnum geti lifað sínu tölvutengda lífi alveg eins og heima í stofu.

En bíll er jú farartæki og þarf að geta komist milli staða og það er þessi auðvitað líka. Rafmótorinn drífur framhjólin og fær orkuna frá 100 kílóWattstunda rafhlöðusamstæðu í gólfinu sem full-hlaðnar geta skilað bílnum 400 kílómetra. Þriðja stigs sjálfkeyrslubúnaður er í bílnum sem þýðir það að bíllinn getur sjálfur séð um aksturinn á vegum úti sem og á hraðbrautum