Viziv-7, stærsti Súbarúinn nokkru sinni

Á bílasýningunni í Los Angeles sem nú stendur, sýnir Subaru frumgerðina Viziv-7, sem er stór jeppi/jepplingur, stærri en Volvo XC90 og stærsti Subaru-bíllinn til þessa.

Viziv-7 er 5,2 metra langur, 2,03 m á breidd og 1,86 m hár. Til samanburðar er Volvo XC90s 4,95 m að lengd, 2,008 m á breidd og 1,776 m á hæð. Í þetta stórum jeppa rúmast sæti fyrir sjö og sjö manna er Viziv-7.

Svona stór bíll er vísast hugsaður fyrst og fremst fyrir bandaríska markaðinn enda mun það vera hugmyndin að þar verði hann fáanlegur frá og með fyrri hluta árs 2018. En þar sem hann verður byggður á hinum nýja botni sem nefndur er Subaru Global Platform, verður hann efalaust fáanlegur víðar í einni eða annarri mynd þegar fram líða stundir.