Volkswagen hættir við byggingu nýrrar verksmiðju í Tyrklandi

Óformum þýska bílaframleiðandans Volkswagen um byggingu nýrrar verksmiðju í Tyrklandi hefur verið hætt. Í áætlunum fyrirtæksins var að ráðast í byggingu verksmiðju á næsta ári og voru viðræður við tyrknesk stjórnvöld í gangi.

Talsmaður tyrkneskra stjórnvalda hefur tilkynnt að ekkert verði úr þessum óformum í bili að minnsta kosti. Ástæða þess er kórónuveirufaraldurinn sem leikið hefur bílaiðnaðinn grátt.

Fjölmörgum verksmiðjum í Evrópu hefur verið lokað um stundarsakir sökum Covid-19 og því þykir ekki ráðlagt að fara út í nýbyggingar nú um stundir.