Volkswagen í Bandaríkjunum býður ID.4 kaupendum fría rafhleðlsu í 3 ár

Bílaframleiðendur um allan heim ætla á næstu árum að leggja höfuðáherslu á framleiðslu rafbíla. Volkswagen hefur ákveðið að allir kaupendur að ID.4 bílnum fá ótakmarkaða hleðslu á bílana sína fyrstu þrjú árin eftir kaup.

Þýski bílaframleiðandinn tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær og vonast eftir góðum viðtökum. Volkswagen er einn af eigendum bandaríska hleðskufyrirtækisins Electrify America sem rekur 470 hleðslustöðvar víðsvegar um Bandaríkin og þangað munu ID.4 kaupendurnir sækja hleðsluna.

„Með því að bæta við þriggja ára hraðhleðslu án aukakostnaðar í gegnum Electrify America erum við að útrýma öllum hindrunum fyrir almenna kaupendur jeppa til að fara í rafmagn,“ sagði Scott Keogh, framkvæmdastjóri Volkswagen Group of America.

ID framleiðslan er kjarninn í metnaðarfullri áætlun Volkswagen vörumerkisins um smíði 1,5 milljóna rafknúinna ökutækja fyrir árið 2025.Volkswagen Group hefur sagt að það muni eyða næstum 40 milljörðum dala fyrir 2024 til að auka framleiðslu rafknúinna ökutækja í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum.