Volkswagen stærsti bílaframleiðandi veraldar

Nýir Volkswagen bílar fyrir framan verksmiðju VW í Chattanooga í Bandaríkjunum
Nýir Volkswagen bílar fyrir framan verksmiðju VW í Chattanooga í Bandaríkjunum

Volkswagen Group hefur mælst stærsti bílaframleiðandi heimsins á nýliðnu ári. Alls seldust í fyrra í heiminum öllum 10,1 milljón bíla frá Volkswagen Group (VW, Audi, Seat, Skoda, Porsche o.fl. teg.). Þrátt fyrir útblásturshneykslið hjá VW grúppunni sem enn er ekki að fullu til lykta leitt hefur VW enn haft betur í baráttunni við Toyota um efsta sætið, þótt vissulega muni ekki miklu.  

Þótt telja megi árangur VW Goup afrek, sérstaklega í ljósi útblásturshneykslisins, þá er það þó enn staðreynd að tegundarheitið Toyota er enn sem fyrr hið lang söluhæsta í heiminum og kemst ekkert annað tegundarheiti í námunda við það, en Toyota selur lang stærstan hluta bílaframleiðslu sinnar undir því heiti.

Þriðja stærsta bílaframleiðslugrúppan er Renault-Nissan sem selur bíla sína undir þeim nöfnum en einnig undir merkjum Dacia og Samsung. Sú fjörða stærsta er svo Hyundai-Kia og sá fornfrægi bandaríski framleiðandi sem lengi var stærstur - General Motors er í fimmta sæti og Ford er í því sjötta.  

Stærstu bílaframleiðendur heims 2016

 

Framleiðandi

Millj. bíla

1

Volkswagen

10.102

2

Toyota

9.947

3

Renault-Nissan

8.513

4

Hyundai-Kia

8.176

5

General Motors

7.972

6

Ford

6.296

7

Honda

4.907

8

FCA

4.864

9

PSA

3.248

10

Suzuki

2.856