Volvo CX60 skorar hátt í öryggisprófunum

Sænska járnið, Volvo, hefur lengi haft orð á sér að vera ein öruggasta bílategund í heimi. Það verður bið á því að það breytist á næstunni en Volvo XC60 skoraði hæst í prófunum hjá Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum sem gerðar voru opinberar á dögunum.

Volvo XC60 sportjeppinn fékk einkunnina Top Safety Pick hjá IIHS en fátítt er að bílar nái svona hátt í öryggisprófunum. Hvert sem litið var í öryggisþáttum kom Volvo XC60 mjög vel út.

Sala á Volvo CX60 nemur um þriðjung af heildarsölu Volvo. Bíllinn vakti mikla athygli á bílasýningum víðs vegar um heiminn á síðasta ári. Eigendur Volvo er viðbúnir því að salan muni aukast enn frekar á næstunni.