Volvo rafvæðir bílana

Drægi rafbíla og þar með notagildi þeirra hefur alla tíð verið og er enn sá þröskuldur sem rafbílarnir hafa ekki náð að komast yfir. Þótt drægið hafi á örfáum árum aukist úr nokkrum kílómetrum upp í fimm hundruð þegar best lætur, þá nægir það tæpast til að þeir standi jafnfætis sambærilegum brunahreyfilsbílum að notagildi. Nýju geymarnir eru of dýrir og hleðslutíminn er of langur þótt hvorttveggja hafi vissulega færst til réttrar áttar á fáum árum.

Volvo vinnur nú í samvinnu við yfirvöld orkumála í Svíþjóð og orkumálayfirvöld Evrópusambandsins að prófa nokkrar mismunandi tæknilausnir á drægisvandanum. Markmiðið er að gera rafbílinn þannig úr garði að hann komist vandræðalaust svipaða vegalengd í einu og sambærilegur brunahreyfilsbíll en eyði minna og mengi minna,

Í þessu skyni er nú verið að hanna ýmiskonar tæknibúnað sem stækkar vinnuhring rafbílanna eða Range Extenders, eins og slíkur búnaður kallast einu nafni. Um er að ræða ljósavélar, ekki ósvipað og eru í skipum, það er að segja bensín- eða dísilrafstöðvar sem fara sjálfvirkt í gang þegar lækkar á rafgeymum bílsins. Tilraunir og samanburðartilraunir á þremur mismunandi úrlausnum hefjast á komandi ári.

Derek Crabb er yfir þeirri deild hjá Volvo sem hannar og þróar vél- og drifbúnað bíla. Hann segir í frétt frá Volvo að stöðugt meiri áhersla sé á rafvæðinguna. Drægi rafbíla verði vart aukið svo viðunandi sé með því að fjölga rafgeymum í bílum, bæði vegna þess hve bílarnir þyngjast og vegna þess hve rafhlöðurnar eru dýrar. Því séu ljósavélarnar raunhæfi kosturinn. Bílnum sé þá stungið í samband yfir nóttina og geymarnir fullhlaðnir að morgni. Meðan bíllinn rennur á rafmagninu gefur hann auðvitað ekkert CO2 frá sér. Markmið Volvo-manna er að meðalútblástur rafbíls með ljósavél verði aldrei meiri en 50 grömm á kílómetrann.

1. lausn           

http://www.fib.is/myndir/Volvo.C30.jpg
Volvo C30.

Volvo vinnur nú að þremur megingerðum ljósavéla eða drægisauka fyrir rafbíla. Sú fyrsttalda er í bíl af C30 gerð. Ljósavélin er þriggja strokka 60 ha. bensínvél sem knýr 40 kW rafal sem er seríutengdur við rafgeymana. Rafmagnið frá ljósavélinni fer fyrst og fremst til 110 ha, rafmótors sem knýr bílinn áfram en einnig að hluta inn á geymana. Bensíntankurinn tekur 40 lítra. Drægið á fullum rafgeymum einum er 110 kílómetrar en viðbótardrægi eftir að geymarnir eru tæmdir, er þúsund kílómetrar.

 2. lausn        

http://www.fib.is/myndir/Volvo.C30.jpg
Volvo C30.

Bíllinn er Volvo C30 med þriggja strokka 190 ha bensínvél með túrbínu. Bensínvélin knýr afturhjól bílsins í gegn um sex hraða sjálfskiptingu auk þess að knýja einnig 40 kW rafalinn. 110 hestafla rafmótorinn knýr framhjól bílsins. Þetta er sagt leiða til mjög lágrar bensíneyðslu í þjóðvega- og hraðbrautaakstri. Bensínvélin knýr jafnframt 40 kW rafalinn sem svo sendir straum á rafmótorinn sem knýr framhjólin (fer aftir akstursálagi). Í rólegum og léttum akstri ekki síst í þéttbýli líður bíllinn áfram á rafmagninu einu. Undir fullu akstursálagi skilar samanlögð orka bensín- og rafmagnsvélar rúmum 300 hestöflum og viðbragðið 0-100 er 6 sekúndur.  Drægi á rafgeymunum einum er 75 km en heildardrægi bílsins er 1075 kílómetrar. Bensíntankurinn tekur 60 lítra.

 3. lausn       

http://www.fib.is/myndir/Volvo-v60.jpg
Volvo V60.

Bíllinn er Volvo V60 med samsíðatengdri rafstöð og allur búnaðurinn er sá sami og í nr Eini munurinn er sá að allt afl, bæði beint frá bensínvélinni og frá 110 ha. rafmótornum fer til framhjólanna. Aflið frá bensínvélinni skilar sér til framhjólanna um tveggja hraða sjálfskiptingu en rafmótoraflið skilar sér þangað beint. Bíllinn keyrir einvörðungu á rafmagni upp í 50 km hraða. Eftir það kemur bensínhreyfillinn inn (fer eftir akstursálagi). Auk þess sér hann um að hleðslustig rafgeymanna fari ekki undir tiltekið forritað mark. Rafgeymarnir eru undir gólfi farangurgeymslunnar aftast í bílnum. Drægi á fullhlöðnum geymum eingöngu er 50 kílómetrar og samanlagt er drægið á geymunum og 45 lítra eldsneytistankinum 1050 kílómetrar.

Auk þess að ganga fyrir bensíni geta allir brunahreyflarnir sem um ræðir keyrt á E85 eldsneyti (85% etanól).