Volvo samkoma í Gautaborg

http://www.fib.is/myndir/VolvoAmazonconvert.jpg
Volvo Amazon blæjubíll.

Um helgina hittast harðsnúnir áhugamenn um eldri Volvobíla hvaðanæva úr heiminum á árlegum fundi sínum í Gautaborg í Svíþjóð, sjálfri Volvo-höfuðborginni. Þessi árlega samkoma nefnist VROM – sem stendur fyrir -Volvo Rendezvous for Owners & Members sem útleggst stefnumót eigenda og meðlima Volvo-klúbba.

VROM-mótið er þriggja daga samkoma sem hefst á morgun, þann 8. ágúst og lýkur á sunnudag. Þessi mót hafa verið haldin árlega í Gautaborg síðan árið 1987. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Volvo hafa 120 manns  frá Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen, Luxemburg, http://www.fib.is/myndir/Volvosportbilar.jpgHollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss skráð sig til þátttöku í ralli sem er einn af dagskrárliðunum og fer fram á laugardeginum. Þátttakendur keppa allir á bílum sínum sem eru af eftirfarandi gerðum: PV56, PV444, PV 544, Duett, Amazon, 142, 144, 145, 240/245, 242 Turbo, 245 Turbo, 262C, 780, 760, 1800S, 1800ES, 855 T-5R, 945, S70/V70, S90/V90, og loks Volvo Indigo 3000.

Á sunnudag verður svo stór Volvo-fornbílasýning  við nýja Volvo bílasafnið í Arendal. Þar fer einnig fram markaður með vara- og aukahlutum í eldri Volvo bíla.