Volvo trónir í efsta sæti í nýskpunartækni og öryggi

Í bandarískri könnun sem J.D. Power,  gagnagreiningar- og neytendagreiningarfyrirtækið, vann og birti á dögunum kemur í ljós hversu góðir bílaframleiðendur eru að innleiða nýsköpuntækni inn á bílamarkaðinn sem lítur meðal annars að rafbílum og öryggi svo eitthvað sé nefnt.  Það kemur fáum á óvart að þar trónir Volvo í efsta sætinu en sænski bílaframleðandinn hefur vermt það sæti um langt skeið.

Það sem vakti athygli í könnuninni hvað almennar bílategundir áhrærir er hversu Hyuandi fer hægt og bítandi upp listann. Bílar framleðandans eru alltaf að verða öryggari og tæknivæddari. Fram kemur ennfremur í könnunni að neytendur eru hvað ánægðastir með þróunina í nýsköpun á bakkmyndavélum og annars konar myndavélatækni sem eykur öryggi og bætir sýn ökumanna.

Aftur á móti bera ökumenn ekki ennþá fullt traust til sjálfkeyrandi ökutækja. Ökumenn eru þó vissir um að með bættum búnaði og aukinni fræðslu mun sjálfvirkandi þáttur bifreiðarinnar fá aukið traust með tímanum.

Volvo skoraði hæst í könnunni með 617 stig. BMW var í öðru sæti með 583 stig og Cadilac í þriðjja sætinu með 577 stig. Í næstum sætum komu Genesis, Mercedes Bens og Hyundai. Jeep, Porsche og Mini höfnuðu í neðstu sætunum.

Þess má geta að Tesla komst ekki inn á listann þar sem aðeins fékkst leyfi fyrir könnunni í 35 ríkjum Bandaríkjanna. Engu að síður var skor Tesla mjög hátt þar sem leyfi fékkst fyrir könnuninni.