VW bílar innkallaðir í Bandaríkjunum

http://www.fib.is/myndir/VW%20Jetta.jpg
VW Jetta árg. 2006.


Volkswagen er nú að innkalla um 790 þúsund bíla af gerðunum Jetta, Golf og Nýbjöllu (New Beetle) af framleiddum 1999 til ársloka 2006. Þetta er ein stærsta innköllun VW hingað til þótt viðgerðin teljist hvorki tímafrek né flókin.

Ástæða innköllunarinnar er sú að hemlaljós bílanna eiga það til að detta út og samkvæmt upplýsingum frá NHTSA, bandarísku umferðaröryggisstofnuninni hefur það valdið umferðarslysum (aftanákeyrslum).