VW frestar EOS blæjubílnum enn

The image “http://www.fib.is/myndir/VW-eos-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Volkswagen, sem er fjórða stærsta bílaframleiðslufyrirtæki veraldar hefur enn frestað komu blæjubílsins EOS á markað. Upphaflega hafði bíllinn verið boðaður í mars nk, þá í maí og nú er það semsé júlí.
VW EOS er í raun ekki blæjubíll heldur verður á honum stáltoppur sem rennur aftur í skott þegar ýtt er á takka. Lang flestir nýir opnir bílar eru nú orðið með þannig toppi, færri og færri eru með ekta fellanlegri blæju. Talsmaður VW sagði á fundi með fréttamönnum í Wolfsburg í lok síðustu viku að vandamál í framleiðslu fellanlega toppsins hefðu komið upp í verksmiðjunni í Portúgal þar sem bíllinn verður byggður.
Reiknað er með að um 50 þúsund EOS-bílar verði byggður árlega þegar framleiðslan verður komin á fullt skrið.