VW Golf GTi er bíll ársins í USA

http://www.fib.is/myndir/VW-Golf%20GTi.jpg

Hinn nýi VW Golf GTI hefur af lesendum tímaritsins Automobile Magazine verið kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum. Það eru ekki síst hestöflin 200 í framhjóladrifsbíl sem hafa hrifið bandaríska bílaáhugamenn.

En Golfinn er en sem löngum áður vinsæll meðal Evrópubúa og á síðasta ári var hann mest selda bílgerðin í Evrópu. Alls seldust 443.000 eintök af honum í álfunni. Í öðru sætinu varð Renault Clio og í því þriðja Ford Focus. Þýska bílgreinasambandið VDA hefur með greinilegu stolti greint frá því í fréttatilkynningu að sjö af tíu mest seldu bílum síðasta árs í Evrópu séu þýskir bílar. VW Passat lenti í sjötta sæti, Opel Astra varð númer sjö og BMW 3-seían varð númer níu. VDA greinir ennfremur frá því að þýsku bílarnir hafi styrkt hlutdeild sína á heimamarkaðinum úr 45,5 í ríflega 46 prósent 2006. Mest selda innflutta bílamerkið varð Toyota sem er í 24 sæti.