VW Milano Taxi

Á iðnsýningunni í Hannover sem nú stendur yfir sýnir Volkswagen hugmyndabíl sem er rafknúinn leigubíll byggður er á væntanlegum smábíl

http://www.fib.is/myndir/VW_milano_taxi_3.jpg
Rennihurð á hægri hlið sem gerir umgang farþega auðveldan.
http://www.fib.is/myndir/VW_milano_taxi_1.jpg
Ágætt rými fyrir tvo farþega.
http://www.fib.is/myndir/VW_milano_taxi_2.jpg
Farangurinn við hlið ökumanns og skjár fyrir farþega sem sýnir ökuleiðina, upphæð leigugjalds o.fl.
http://www.fib.is/myndir/VW_Milano_Taxi_6.jpg
Martin Winterkorn forstjóri VW sýnir ítalska ráðherranum Claudio Scajola og  Angelu Merkel kanslara Þýskalands nýja leigubílinn.
http://www.fib.is/myndir/VW_taxi_concept4.jpg
VW Milano Taxi í réttum liltum Mílanóleigubíla
 
 

Volkswagen sem nefndur hefur verið VW up.  Þessi leigubílshugmynd nefnist VW Milano Taxi og virðist vera nokkurnvegin tilbúinn til að fara í fjöldaframleiðslu. Milano Taxi er 3,73 m að lengd og farangur farþega er geymdur við hlið ökumannsins. Farþegar stíga inn í og úr bílnum um rennihurð á hliðinni sem rennur fram á við. Bíllinn kemst um 300 km á rafhleðslunni.

 Auglóst þykir að rafknúnir bílar eigi best heima í þéttri borgarumferðinni. Þar er aldrei langt í næsta hleðslutengil og hver ökuferð er sjaldan mjög löng. Aðrir kostir rafbílanna í borgarumferðinni eru svo að enginn útblástur er frá þeim og þeir eru hljóðlátir. Volkswagen vill með þessum bíl sýna fram á hvernig hægt er að hanna atvinnutæki leigubílstjóra sem bæði er lítið um sig en hagkvæmt, rúmgott og þægilegt fyrir bæði farþega og ökumenn. Sjálfsagt er það ekki tilviljun að nefna bílinn eftir einni af háborgum tísku og fjármála í Evrópu, og meira að segja að mála sýningarbílinn í Hannover í sömu litum og eitt sinn voru á leigubílum Mílanóborgar.

 Bíllinn tekur tvo farþega sem ganga um rennihurð á hægri hlið bílsins (í hægri umferð) Að öðru leyti er innanrými bílsins mjög líkt því sem er í hinum  hefðbundnu bresku Lundúnaleigubílum. Í akstri er bíllinn eins og venjulegur sjálfskiptur bíll en mikil áhersla hefur verið lögð á að sem best fari um ökumanninn og að öllu stjórntæki séu sem einföldust í notkun. Það er m.a. gert með því að öll stjórntæki önnur en sjálft stýrið, hemlarnir og inngjöfin er að finna á átta tommu snertiskjá. Þar eru dyr opnaðar og þeim lokað, þar er sömuleiðis stjórnað hita og loftræstingu, fjarskiptum, gjaldmæli og fargjaldsútreikningi og greiðslumóttöku og fullkomnu staðsetningar- og leiðsögukerfi bílsins.

Rafmótor bílsins er 85 kW (116 hö). Drægið er sem áður segir um 300 km og rúma klukkkustund tekur að hraðhlaða tóma geyma um 80 prósent. Geymarnir eru líþíumgeymar og er þeim komið fyrir í tvöföldu gólfi bílsins.