Williams Formúlubíll í Smáralind

http://www.fib.is/myndir/NicoRosberg.jpg
Nico Rosberg Formúluökumaður hjá Williams.

Í dag er verið að setja saman Williams Formúlu 1 bíl í Vetrargarðinum í Smáralindinni sem ekið verður hringinn í kring um Smáralindina á morgun milli kl 16.00 og 18.00. Ökumaðurinn er Nico Rosberg, kornungur og upprennandi Formúluökumaður og fyllilega hugsanlegur arftaki stórstjörnunnar Michael Schumacher.

Bíllinn er hingað kominn á vegum Hagkaups og í tengslum við heimsóknina hefur viðskiptavinum verslunarinnar gefist kostur á að taka þátt í leik og er vinningurinn ferð fyrir tvo á Formúlu 1 keppnina á Silverstone brautinni i Bretlandi síðar í sumar. Vinningshafinn verður dreginn út í dag og tilkynnt verður á morgun hver hann verður.

Með bílnum kemur 20 manna hópur sem þessa stundina er að byrja að setja bílinn saman í Vetrargarði Smáralindar. Hópurinn er undir stjórn tæknistjóra Williams Formúluliðsins, Dicky Stanford.

http://www.fib.is/myndir/Form%FAla%201%20%E1%20%CDslandi.jpg