Wuling Rong Guang og fleiri eðalvagnar

Bílasýningin árlega í Shanghai í Kína, sú stærsta í Asíu, er hafin. Þar gefur að líta bíla af tegundum sem heita Wuling Rong Guang , Chana Star, Dongfeng Xiaokang meðal annarra vörumerkja sem klingja kunnuglegar í okkar eyrum. En þarna frumsýnir líka Volkswagen nýja kynslóð Ný-bjöllunnar, Opel sýnir nýjan Insignia og BMW nýjan þrist eða BMW 3. Mercedes sýnir nýjan A-Benz.

http://www.fib.is/myndir/Buick_excelle.jpg
Buick Excelle.
http://www.fib.is/myndir/BYD-F3.jpg
BYD F3 tengiltvinnbíll.
http://www.fib.is/myndir/Chana-star-van.jpg
Chana Star.
http://www.fib.is/myndir/Dongfeng-Xiaokang.jpg
Dongfeng Xiaokang Guang.
http://www.fib.is/myndir/Wuling-RongGuang.jpg
Wuling Rong Guang.

Hjá sýningargestum er það þó minni sendibílar og fjölnotabílar sem einna mestan áhuga vekja hjá sýningargestum. Það eru bílar eins og áðurnefndir Wuling Rong Guang, Chana Star, Dongfeng Xiaokang Guang. Það eru þannig „rúgbrauðin“ sem höfða mjög til kínverskra bílakaupenda. Wuling Rong Guang er sá söluhæsti þessara bíla í Kínaveldi.

En litlir og meðalstórir fólksbílar eru líka vinsælir – bílar eins og tengiltvinnbíllinn BYD F3 og  Buick Excelle sem framleiddur er í Kína og fyrir Kína- og Asíumarkað. Bílamarkaðurinn í Kína er mjög stór og vaxandi og allir stóru vestrænu bílaframleiðendurnir eru með mikla starfsemi þar. General Motors á greinilega upp á pallborðið hjá Kínverjum, ekki síst GM-merkið Chevrolet.

Chevrolet er nú að komast á hátind aftur eftir mörg mögur ár og nánast gjaldþrot GM fyrir ekki svo löngu. Mjög vel gengur í heimalandinu, Bandaríkjunum en einnig hefur markaðurinn í Kína reynst hefur bjarghringur GM. Á fyrsta fjórðungi ársins seldi Chevrolet 1,1 milljón bíla sem er það mesta í hundrað ára sögu Chevrolet. Langstærsti hluti allra þessara bíla seldust í Kína og öðrum Asíuríkjum, S. Ameríku, A. Evrópu og Miðausturlöndum. Það eru ekki síst Chevroletbílar frá Kóreu (áður Daewoo) sem eru burðarásinn í þessu góða gengi Chevrolet.