Volkswagen ID-4 bíll ársins á Íslandi 2021

Volkswagen ID-4 hlaut Stálstýrið en tilkynnt var í kvöld um val á bíli ársins 2021 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Bílablaðamenn frá bilablogg.is, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, FÍB blaðinu, Viðskiptablaðinu og visir.is tóku þátt í lokaprófinu.

Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða. 12 bílar sem komust í úrtslit voru verðlaunaðir og sá sem flest stigin hlaut Stálstýrið eftirsótta.

BÍBB hefur staðið fyrir valinu á Bíl ársins frá árinu 2001 og er notast við stigakerfi í tólf flokkum líkt og hjá öðrum þjóðum. Gefin eru stig frá 0 og upp í 10, er því hámarks stigafjöldi hvers bíls 120 frá hverjum dómara. Lokaprófanir fóru fram 26. maí og eftir hana var ljóst hvaða bíll hlaut nafnbótina bíll ársins og um leið Stálstýrið eftirsótta.

bíll ársinsÍ flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir voru:   Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES. Opel Corsa fékk flest stigin í þessum flokki, alls 768 stig.

Í flokki stærri fólksbíla komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í úrslit. Þar af voru tveir rafbílar   og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.Volkswagen ID-3 fékk flest stigin í þessum flokki, alls 780 stig.

Í flokki minni jepplinga/jeppa komust tveir rafbílar í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum voru:  MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Í þessum flokki fékk Volkswagen ID-4 flest stig, alls 838   stig.

Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar komust í úrslit Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover   Defender. Í þessum flokki fékk LR Defender flest stig, alls 776 stig.

Þess má geta að Volkswagen ID-4 hefur vakið verðskulduga athygli en bílinn var út­nefnd­ur „heims­bíll árs­ins“   (WCOTY) fyr­ir árið 2021. Bíllinn varð hlut­skarp­ast­ur í vali rúm­lega 90 blaðamanna frá 24 lönd­um.   

 

Mynd: Jóhann Ingi Magnússon frá bílaumboðinu Heklu tekur hér við Stálstýrinu úr hendi Finns Thorlacius.