52 þúsund ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044
Samkvæmt spá verkfræðistofunnar Mannvits þá munu um 52.000 ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044. Þetta þýðir um 165% aukningu frá því sem nú er. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu er aukinn fjöldi ferðamanna og flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.
Þetta kemur fram í viðaukaskýrslu Mannvits, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma um breikkun brautarinnar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni þannig að hún verður tvöföld á báða vegu. Þetta er eini hluti brautarinnar sem hefur ekki þegar verið breikkaður í þá mynd.
Þetta er 5,6 kílómetra kafli. Jafnframt á að breyta mislægum gatnamótum við álverið í Straumsvík, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu. Mislæg gatnamót verða byggð við Rauðamel og tenging að dælu- og hreinsistöð austan við Straumsvík útbúin. Einnig er í bígerð að gera undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð rétt austan við álverið.
Meginmarkmiðið með þessum framkvæmdu er að auka umferðaröryggi á þessum vegarkafla en slys eru nokkuð algeng á Reykjanesbraut.