Yfir 60 milljón bílar á árinu

The image “http://www.fib.is/myndir/Zonghua2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Kínverskur eðalvagn - Zonghua.
Nú er orðið ljóst að á þessu ári verða framleiddir yfir 60 milljón fólksbílar og léttir sendiferða- og pallbílar í heiminum. Þetta kemur fram í frétt frá þýsku markaðsrannsóknafyrirtæki sem heitir Polk Marketing Systems.
Mestur vöxtur í bílaframleiðslu í heiminum hefur verið í Suður Kóreu og Kína. Búist er við því að á næsta ári fari Kína fram úr Þýskalandi í framleiðslu bíla og verði þar með þriðja mesta bílaframleiðsluríki í heimi á eftir Bandaríkjunum sem eru stærst, og Japan sem er hið næst stærsta.