Yfirlögn á malbiki uppfyllti ekki skilyrði að mati Vegagerðarinnar

Að mati Vegagerðarinnar uppfyllti yfirlögn á vegakafla á Kjalarnesi ekki skilyrði þar sem tveir létu lífið þegar bifhjól og húsbíll skullu saman í gær. Vegagerðin lítur málið alvarlegum augum og hefur tíminn verið nýtur frá slysinu til að fá heildarmynd á þessa framkvæmd eftir því sem fram kemur á mbl.is.

Um er að ræða yf­ir­lögn á slit­lagi á bein­um veg­kafla á Vest­ur­lands­vegi við Kjal­ar­nes. Tveir verk­tak­ar sáu um fram­kvæmd­ina, ann­ar lagði yf­ir­lögn­ina og ann­ar sem hafði eft­ir­lit með því. Þegar verk­inu lauk skömmu fyr­ir helgi voru sett­ar upp viðeig­andi merk­ing­ar um hálku sök­um nýs slit­lags. 

„Svo eru sam­verk­andi þætt­ir, hiti og regn sem ger­ir þetta enn þá hálla. Það er okk­ar mat að þessi yf­ir­lögn hafi ekki verið inn­an marka en við erum að skoða það. Við mun­um fara ofan í þenn­an at­b­urð og í fram­hald­inu okk­ar verk­ferla og sjá hvort að það er eitt­hvað sem við get­um gert til að hafa þetta far­sælla,“ seg­ir Bergþóra, sem á fund með verk­tök­un­um eft­ir há­degi. 

Fjöl­marg­ir veg­far­end­ur höfðu sam­band við lög­reglu og Vega­gerðina í gær vegna aðstæðna á veg­arkafl­an­um og bár­ust Vega­gerðinni að minnsta kosti þrjú sím­töl áður en slysið varð. Bergþóra seg­ir að Vega­gerðin hafi fengið lítið ráðrúm til að bregðast við þeim ábend­ing­um. „Þetta gerðist mjög hratt og við erum sleg­in eins og lands­menn all­ir án efa.“