Yfirvöld í Florida fresta fullnustu á kvöðum um alþjóðlegt ökuskírteini

Seint í gær ákváðu yfirvöld í Florida að fresta tímabundið ákvörðun fylkisstjórnarinnar frá ársbyrjun um að skylda alla erlenda ökumenn til að hafa alþjóðlegt ökuskírteini.  Fréttir voru að berast um þetta rétt i þessu.

Fram kemur í yfirlýsingu frá umferðaryfirvöldum í Florida að ákveðið hafi verið að draga nýju kröfurnar um alþjóðlegt ökuskírteini til baka tímabundið á meðan kannað sé hvort kröfurnar brjóti í bága við Genfarsamninginn um umferð á vegum, sem er alþjóðlegur samningur sem Bandaríkin eiga aðild að.   Umferðaryfirvöld í Florida fresta fullnustu á brotum vegna breytinga á kafla 322.04 um ökuréttindi á meðan farið er yfir lagalegar forsendur breytinganna og hvort þær brjóti í bága við alþjóðalög. 

Lögð er áhersla á að erlendir gestir í Florida séu með gild ökuskírteini frá sínu heimalandi og að ekki sé skylda að hafa alþjóðlegt ökuskírteini en ráðlagt að hafa það til að koma í veg fyrir misskilning.