02.11.2023
Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá VTI, vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar, sem unnin var í samvinnu við tryggingafélagið Folksam.
02.11.2023
Vegfarendur hafa orðið fyrir tjóni á nýjum vegakafla á Þverárfjallvegi. Vegagerðinni hafa borist hátt í tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á þessum vegkafla síðan vegurinn var opnaður í september.
01.11.2023
Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum munu hafa í för með sér að þær munu aðeins eiga við bíla sem eru nýskráðir hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi lögmanns bílainnflytjanda en þar segir meðal annars að með breytingunum sé gert upp á milli stærri bílaumboða og smærri söluaðila á markaðinum. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.
31.10.2023
Árleg ráðstefna Millilandaráðanna verður 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 14 til 17. Þema ráðstefnunnar í ár er The future of transportation – framtíð flutninga og samgangna. Framúrskarandi sérfræðingar á sviði flutninga og samganga flytja erindi á þessari árlegu ráðstefnu Millilandaráðanna.
27.10.2023
Ný brú yfir Þorskafjörð hefur formlega verið tekin í notkun. Klippt var á borða á brúnni að viðstöddu fjölmenni í gær. Óhætt er að setja að mikil gleði hafi ríkt við athöfnina, enda um að ræða miklar samgöngubætur fyrir þetta svæði sem tengir það betur við landið allt.
25.10.2023
Einstaklingar og fyrirtæki geta frá næstu áramótum sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
25.10.2023
Bílaumferð á götum borgarinnar verið með lægsta móti í gærmorgun , 24. október, líklega að stærstum hluta til í tengslum við verkfall kvenna og kvár sem mættu í miðborgina eftir hádegið. Magn bílaumferðar milli kl. 7 og 9 í gærmorgun var um 28% minna á 66 teljurum innan Reykjavíkur í samanburði við sama tímabil síðasta þriðjudag.
25.10.2023
Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum hefur kveðið upp þann úrskurð að tryggingartaki bifreiðar sem varð fyrir tjóni eigi rétt á að fá tjónið bætt með greiðslu áætlaðs viðgerðarkostnaðar ásamt virðisaukaskatti. Tryggingafélagið hafði áður hafnað kröfu viðkomandi þar um en Morgunblaðið fjallaði um málið í helgarútgáfu blaðsins.
23.10.2023
Atlantsolía reið á vaðið og lækkaði eldsneytisverð aðfaranótt laugardagsins á Selfossi. Fram að þessu hefur eldsneytisverð hjá Atlantsolíu verið lægst á Sprengisandi í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði og á Akureyri. Annars staðar hefur verið afsláttarverð með bensínlykli fyrirtækisins. Bensínlítrinn kostar nú 294,7 krónur. Orkan greip til sama ráð um helgina á Selfossi og kostar bensínlítrinn það sama og hjá Atlantsolíu. Segja má að verðstríð sé hafið í eldsneytissölu á Suðurlandi.
20.10.2023
FÍB birti þann 16. október verðkönnun á umfelgun hjá 35 dekkjaverkstæðum víða um land.