21.09.2023
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist þeirrar skoðunar að bíða þurfi með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða króna a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu úr samgöngusáttmálanum. Nýtt kostnaðarmat upp á 300 milljarða kr. í stað 160 milljarða kr. geri þetta að verkum. Þá telur hann nær lagi að horfa til skemmri tíma, t.a.m þriggja ára í senn.
20.09.2023
Fjöldi nýskráninga fólksbíla það sem af er á árinu er alls 13.472. Á sama tíma í fyrra voru þær 12.867 og nemur því aukningin um 4,7%. Dregið hefur úr sölunni í september þegar tölur í sama mánuði á síðasta ári eru skoðaðar. Alls er nýskráningar í september á þessu ári alls 770 en voru 934 í sama mánuði í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu
18.09.2023
Að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eru stjórnvöld að hækka bifreiðargjöld um of. Runólfur segir það vera óboðlegt að enn séu þættir í nýju fjárlagafrumvarpi skildir eftir í óvissu. Þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is um helgina.
18.09.2023
Stefnt er að opnum kynningarfundum um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur og umhverfismats vegna Sundabrautar í byrjun næsta mánaðar. Framkvæmdir gætu hafist árið 2026.
15.09.2023
Bensín og dísilolía hefur hækkað í verði á heimsmarkaði síðustu vikuna á sama tíma og íslenska krónan hefur aðeins gefið eftir gagnvart Bandaríkjadal. Bensín og dísilolía hér á landi hefur hækkað hjá flestum olíusölum um fjórar til sex krónur í september. Undantekningin er Costco en þar hefur ekki komið til eldsneytishækkunar það sem af er september.
Allt að 50.20 króna verðmunur er á hæsta og lægsta lítraverði á höfuðborgarsvæðinu.
15.09.2023
Eins og margir vegfarendur hafa tekið eftir er víða að finna rásir í malbikuðum stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu, en hætt er við að bílstjórar missi stjórn á bílum sínum þegar rásirnar fyllast af vatni og krapa í rigningar- og umhleypingatíð sem vænta má í haust og vetur.
15.09.2023
BMW i7 var kjörinn „Lúxusbíll ársins 2023“ af dómnefnd bílavefjarins og blaðsins Auto Express í Bretlandi.
13.09.2023
Það vantar skýrileika í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári. Innflytjendur ökutækja eru þegar byrjaðir að panta bíla til afhendingar í febrúar og mars. Óviðunandi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vöruna,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í samtali við ViðskiptaMoggann.
12.09.2023
Þrátt fyrir loðið orðalag í kynningu fjármálaráðherra á breyttri gjaldtöku af notkun ökutækja, þá er ljóst að áformað er að fara að hluta þá leið sem FÍB hefur lagt til um kílómetragjald.
12.09.2023
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2024 sem kynnt voru á fréttamannafundi í morgun í fjármálaráðuneytinu er gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Það kom fram í máli fjármálaráðherra að áfram verði samt hagkvæmara að eiga rafbíl.