Fréttir

VW og BMW í leigubílabransann?

Bæði Volkswagen Group og BMW hafa stofnað dótturfélög sem keppa eiga við hið bandaríska Uber á leigubílamarkaði í borgum með sjálfkeyrandi bílum. Fyrirtæki VW heitir Moia og hyggst nota sérbyggða rafbíla. Hjá BMW hefjast prófanir á 40 sjálfakandi rafknúnum leigubílum þegar á komandi ári í heimaborinni Munchen. Þótt þessir bílar séu sjálfkeyrandi verða þjálfaðir tilraunabílstjórar í bílunum á reynslutímanum sem gripið geta inn ef eitthvað fer úrskeiðis.

Bíll ársins 2017 í Danmörku er Peugeot 3008

Það var lengst af mjótt á munum milli tveggja efstu bílanna í vali á bíl ársins 2017 í Danmörku. En í lokaatkvæðagreiðslu dómnefndarinnar réðu síðustu þrjú atkvæði dómnefndarinnar úrslitum og tryggðu nýja jepplingnum Peugeot 3008 sigurinn með 167 stigum yfir Alfa Romeo Giulia sem varð í öðru sæti og hlaut 149 stig.

Dísilvélin í dauðateygjunum í USA?

Volkswagen er að gefast upp á því að selja dísilfólksbíla í Bandaríkjunum og orðrómur er um að Mercedes hugleiði að gera hið sama. Meðan útblásturshneyksli Volkswagen hefur skekið Bandaríkin hefur sala dísilfólksbíla legið niðri og verður ekki endurræst að sögn háttsetts starfsmanns Volkswagen við þýskt dagblað.

Allt að 2079 prósenta verðmunur á stýrisendunum

Í frétt hér á fib.is sl. fimmtudag var vakin athygli á geypilegum verðmun á stýrisendasetti í bæði framhjól BMW 520i árgerð 1992. Settið kostaði kr. 99.160,- í umboðinu, BL. Verkstæði í Hafnarfirði útvegaði varahlutina og setti þá síðan í bílinn. Verð hlutanna með inniföldum 30 prósenta afslætti var kr. 17.998. Í prósentum talið er það munur upp á 451 prósent.

Gríðarlegur munur á verði bílavarahluta milli umboðs og varahlutasölu

Eiganda BMW 520i árg. 1992 eins og myndin er af, brá í brún þegar hann kannaði verð stýrisenda í bílinn. Í þessa bíla eru þeir yfirleitt seldir sem einingar, annarsvegar fyrir vinstra hjól og hins vegar það hægra. Í hvorri einingu eru tveir stýrisendar sem skrúfaðir eru upp í sinn hvorn enda millirörs eða -stangar. Verðið er það sama fyrir báðar. Þær kosta í umboðinu (BL) kr. 49.584 stykkið eða samtals kr. 99.168.

Áætluð ársframleiðsla Opel Ampera-e 2017 er uppseld

Fyrirhuguð ársframleiðsla rafbílsins Opels Ampera-e 2017 er þegar uppseld nú þegar framleiðslan er rétt að hefjast. Þeir sem panta bílinn nú geta vænst þess að fá hann afhentan í fyrsta lagi um mitt ár 2018

Mengun langmest frá bílum strax eftir kaldræsingu

Bíll sem er gangsettur á svölum morgni losar frá sér svipað magn umhverfisskaðlegra og heilsuspillandi mengunarefna á fyrstu 30 sekúndunum eftir kaldræsinguna og eðlilega heitur bíllinn losar frá sér í 500 km akstri. Ný bandarísk rannsókn leiðir þetta í ljós.

Ófúsir til að samnýta bílinn með öðrum ​

Í Evrópuríkjum gerist það æ algengara að fyrirtæki og vinnustaðir skipuleggi ferðir starfsfólks til og frá vinnu og á vinnutíma, m.a. með því að leggja til samnýtingarbíla sem fólkið getur gripið til þegar þörf krefur og einnig til að samnýta með öðrum á leið til og frá vinnu. Bílarnir geta ýmist verið einkabílar starfsfólks eða bílar sem fyrirtækin útvega í þessum tilgangi.

Bíll ársins á Íslandi er forstjórabíll ársins í Danmörku

Renault Talisman sem hérlendir bílablaðamenn völdu bíl ársins 2017 á Íslandi nýlega, hefur verið kjörinn forstjórabíll ársins 2017 í Danmörku. Danska verslunarráðið skipar í dómnefndina sem árlega útdeilir þessum titli.

VW gangsetur Dresden bílaverksmiðjuna á ný

Volkswagen Group ætlar að gangsetja á ný samsetningarverksmiðju sína í Dresden sem áður framleiddi lúxusbílana VW Phaeton og Bentley og framleiða þar hinn nýja rafdrifna VW Golf. Verksmiðjan sem er mjög sérstök, hefur verið nýtt sem safn undanfarin ár eða frá því 14 ára framleiðslu lúxusvagnsins Phaeton og Bentley var hætt.