Fréttir

Fiat Netverslun með bíla

Fiat Chrysler Automotive – FCA hefur í samvinnu við Amazon opnað nýbílasölu á Netinu. ,,Það er löngu kominn tími til að bjóða neytendum upp á nýjan, öflugan og gagnsæjan kost í kaupum á nýjum bíl,“ sagði Gianluca Italia forstjóri Fiat á Ítalíu á blaðamannafundi þar sem nýja netbílasalan var kynnt.

Bandarískar hljóðkröfur til rafbíla

Talsvert hefur verið pælt í því að setja hljóðgjafa í rafbíla til að gangandi vegfarendur geti betur áttað sig á þeim í umferðinni. Í Bandaríkjunum hefur málið verið rætt fram og til baka í fjölda ára og loksins nú alveg nýlega tóku gildi reglur um viðvörunarhljóð frá rafbílum í hægum akstri.

Viziv-7, stærsti Súbarúinn nokkru sinni

Á bílasýningunni í Los Angeles sem nú stendur, sýnir Subaru frumgerðina Viziv-7, sem er stór jeppi/jepplingur, stærri en Volvo XC90 og stærsti Subaru-bíllinn til þessa.

Minningardagur 20. nóvember

Sunnudaginn 20. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í fimmta sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Innanríkisráðuneytið og Samgöngustofa hafa undirbúið athöfnina.

Okrað á öryggi!

Gríðarlegur munur er á verði vetrarhjólbarða á Norðurlöndunum og Íslandi – Íslenskum neytendum í óhag. Algengur verðmunur á dekki af hinni algengu stærð 205/55 R16 reyndist vera frá 118% upp í 165% í samanburðarkönnun sem FÍB hefur gert.

Nýr ofurjepplingur; Alfa Romeo Stelvio

Hinn nýi Alfa Romeo Stelvio var afhjúpaður í dag á bílasýningunni í Los Angeles. Hann er fyrsti jeppinn/jepplingurinn í sögu þessarar fornfrægu bifreiðategundar Alfa Romeo sem fyrir margt löngu var heimsþekkt tegund og Alfa Romeo bílar sigursælir á kappakstursbrautum heimsins. Nú binda eigendur Alfa, Fiat-Chrysler, vonir við að Stelvio verði sá bíll sem lyfta muni merkinu til fyrri vegsemdar

Milljón mílur á Porsche 356

Þegar Kaliforníubúinn Guy Newmark kláraði menntaskólann og undirbúningsnámið fyrir háskólann sumarið 1968, gaf pabbi hans honum útskriftargjöf - gamla bílinn sinn, fjögurra ára gamlan bláan Porsche 356 ekinn 80 þúsund mílur (128 þús. km).

Jaguar í rafmagnið

Jaguar er nú að bætast í hóp þeirra bílaframleiðenda sem veðja á rafmagnið sem orkugjafa framtíðarbílanna. Jaguar sýnir nú í Los Angeles frumgerð nýs rafbíls – jepplings eða SUV (þótt hann líkist flestum öðrum slíkum lítið). Bíllinn kallast I-Pace og er væntanlegur á markað eftir um eitt og hálft ár.

97 ára fær sér nýjan Ford Mustang

Stundum er sagt að aldur sé fyrst og fremst hugarástand fyrir utan að vera tölur á blaðið. Svíinn Lennart Ribring er vafalítið til vitnis um þetta. Hann er nefnilega 97 ára gamall og nýbúinn að fá nýjan mjög öflugan og hraðskreiðan Ford Mustang.

BMW hyggst selja 100.000 rafbíla 2017

Harald Kruger forstjóri BMW segir í viðtali við Suðurþýska dagblaðið að framundan sé talsvert stórt átak í sölu rafbíla. Markmiðið sé að selja 100 þúsund rafbíla á komandi ári sem er aukning um 2/3 miðað við árið sem er að líða